Innlent

Á annað hundrað sóttu um fimm stöður

365 miðlar.
365 miðlar.
Á annað hundrað umsóknir hafa borist um lausar stöður á fréttastofu 365, sameinaðri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar, Vísis og Fréttablaðsins. Fimm stöður voru auglýstar í Fréttablaðinu um helgina.

Mikael Torfason, aðalritstjóri fréttastofunnar, segir áhugann ekki koma á óvart. „Að hafa alla þessa miðla saman á einni ritstjórn gerir 365 fréttir að einum skemmtilegasta vinnustað landsins fyrir öfluga blaðamenn. Aðeins um þrír mánuðir eru síðan ákveðið var að sameina fréttastofurnar, en aðgerðin er í takt við það sem er að gerast annars staðar. Við sem störfum við fjölmiðlun erum að aðlagast breyttum heimi þar sem nauðsynlegt er að geta unnið þvert á miðla. Vissulega er þetta mikil breyting en netið og ný tækni hafa gjörbylt starfsumhverfi blaðamanna,“ segir Mikael.

Umsóknarfrestur rennur út 31. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Mikael Torfason, mikael@365.is, en eingöngu er hægt að sækja um hér á vef 365.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×