Innlent

Þriðjungur makrílkvóta þegar veiddur

Gissur Sigurðsson skrifar
Þrjú stór vinnsluskip hafa fengið yfir þrjú þúsund tonna afla, en þau eru Aðalsteinn Jónsson frá Eskifirði og Vestmannaeyjaskipin Huginn og Sighvatur Bjarnason.
Þrjú stór vinnsluskip hafa fengið yfir þrjú þúsund tonna afla, en þau eru Aðalsteinn Jónsson frá Eskifirði og Vestmannaeyjaskipin Huginn og Sighvatur Bjarnason.
Búið er að veiða um 40 þúsund tonn af rúmlega 120 þúsund tonna makrílkvóta í sumar.

Þrjú stór vinnsluskip hafa fengið yfir þrjú þúsund tonna afla, en þau eru Aðalsteinn Jónsson frá Eskifirði og Vestmannaeyjaskipin Huginn og Sighvatur Bjarnason.

Makríllinn er heldur minni en undanfarin ár og hafa menn ekki skýringar á því. Nú stendur yfir leiðangur Hafrannsókanstofnunar til að kanna ástand og útlbreiðslu makrílsins í íslenskri lögsögu, og er hann liður í fjölþjóðlegri rannsókn á stofninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×