Innlent

Meint þrælahald á Djúpavogi

Gissur Sigurðsson skrifar
Aðbúnaður verkamanna á Djúpavogi er fyrir neðan allar hellur. (Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti.)
Aðbúnaður verkamanna á Djúpavogi er fyrir neðan allar hellur. (Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti.)
Slóvenskir starfsmenn við byggingu nýrrar bryggju á Djúpavogi, sem fjarmögnuð er af opinberu fé, eru hlunnfarnir í launum og aðbúnaður þeirra er langt fyrir neðan lágmarksskilyrði.

Þetta er samkvæmt athugun Afls, starfsgreinasambands. Á heimasíðu Afls segir að á annað hundrað þúsund krónur vanti mánaðarlega upp á að kjör þeirra standist kjarasamninga. Vanhöld séu á yfirvinnugreiðslum, ekki sé greitt orlof á laun, og að starfsmennirnir séu rukkaðir um fæðiskostnað.

Þá kemur fram að slóvenarnir hafi afþakkað að Afl gætti réttinda þeirra, af ótta við að vera reknir. Verktakanum er því heimilt að halda áfram að hlunnfara þá í skjóli verksamninga við hið opinbera, segir á heimasíðu Afls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×