Innlent

Harður árekstur á Miklubraut

Áreksturinn olli talsverðum töfum á Miklubraut til vesturs.
Áreksturinn olli talsverðum töfum á Miklubraut til vesturs.
Harður árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar á sjöunda tímanum í morgun. Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kallaðir til auk tækjabíls.

Tveir slösuðust og þurfti að beita klippum til að ná öðrum þeirra úr bíl sínum. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsli þeirra eru, en áreksturinn olli talsverðum töfum á Miklubraut til vesturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×