Innlent

Góða veðrið heldur áfram í Reykjavík

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þessir krakkar kældu sig í Nauthólsvíkinni þegar ljósmyndara fréttastofu 365 bar að.
Þessir krakkar kældu sig í Nauthólsvíkinni þegar ljósmyndara fréttastofu 365 bar að.
Sólin skín á höfuðborgarbúa í dag og útlit er fyrir áframhaldandi veðursæld á morgun. Um helgina gæti það þó breyst, og von er á skúrum víða um land frá sunnudegi fram á miðvikudag og hiti á bilinu 10 til 18 stig..

Þá er hægviðri eða hafgola og yfirleitt léttskýjað inn til landsins, en víða skýjað og þokuloft við sjávarsíðuna. Léttir heldur til fyrir norðan á morgun. Hiti yfirleitt 11 til 18 stig að deginum, en allt að 24 stigum í innsveitum.

Skemmtilegt er að skoða hreyfimynd á veðursíðu Vísis, en þá sést hvernig skýin umlykja landið, sem sleppur þó við þau að mestu fram á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×