Lífið

Fórnarlamb Polanskis segir sögu sína

Samantha Geimer, fórnarlamb leikstjórans Romans Polanski, hefur gefið út bók.
Samantha Geimer, fórnarlamb leikstjórans Romans Polanski, hefur gefið út bók.
Polanski var kærður fyrir að nauðga 13 ára gamalli stúlku árið 1977.Nordicphotos/getty
Samantha Geimer, fórnarlamb leikstjórans Romans Polanski, hefur gefið út bók sem fjallar um nauðgunina sem hún varð fyrir á heimili Jack Nicholson árið 1977. Geimer var aðeins þrettán ára þegar árásin átti sér stað.

Bókin ber titilinn The Girl og á bókakápunni er mynd af Geimer sem Polanski tók af henni aðeins þremur vikum áður en hann nauðgaði henni. Samkvæmt útgefanda mun bókin veita lesandanum nýja sýn á sögu sem hefur áður aðeins verið sögð út frá sjónarhorni leikstjórans.

„Ég er meira en fórnarlamb kynferðisofbeldis og ég kýs að segja sögu mína núna – að deila henni og um leið endurheimta sjálfsmynd mína,“ sagði Geimer um tilurð bókarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×