Innlent

"Þetta er erfiðara en nokkuð sem við höfum áður gert“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
„Ég hef aldrei gert neitt þessu líkt,“ segir James Hobbs, annar tveggja drengja sem ganga nú frá syðsta punkti Íslands til hins nyrsta. „Við erum á Íslandi til þess að verða þeir yngstu til þess að ferðast þvert yfir landið,“ segir félagi hans William White.

William segist hafa þurft að sannfæra James um að koma með sér í ferðina. Það fór að lokum þannig að hann sendi foreldrum hans bréf þar sem hann útlistaði hið jákvæða sem kæmi út úr ferðinni. „Foreldrar mínir voru mjög ánægðir með þetta, en ég held að þeir hafi ekki alveg áttað sig á hvað fælist í göngunni,“ segir James. Hann segist síðar hafa sýnt þeim myndband og þá hafi þau áttað sig á að þetta gæti reynst hættuför.

Strákarnir hófu gönguna 3. júlí og hafa þeir gengið í gegnum ýmislegt. „Þetta hefur verið öfganna á milli. Stundum höfum við verið fastir í snjóstormi og maður gat ekki séð neitt en stundum hefur verið mjög heitt á göngunni. Og svo lentum við í sandstormi um daginn,“ útskýrir James. 

Will segist hafa gert ráð fyrir því að ferðin yrði erfið en James fullyrðir að hann hafi ekki hafa vitað við hverju ætti að búast. „Þetta er erfiðara en nokkuð sem við höfum áður gert,“ segja félagarnir. Sérstaklega reyndist förin þeim erfið á öræfunum á hálendinu.

„Við verðum bara að halda góða skapinu og halda áfram,“ segir Will.

Nú eiga þeir aðeins 5 daga eftir og hlakka til að ljúka ferðinni.

Strákarnir, sem eru aðeins 17 ára, komu fram í Ísland í dag fyrr í kvöld, viðtalið við þá má nálgast í heild sinni ofar í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×