Innlent

Hrapaði af göngustíg í Eyjum

Gissur Sigurðsson skrifar
Karlmaður á sextugsaldri slasaðist alvarlega, en þó ekki lífshættulega, þegar hann hrapaði í hlíðum Brands, sem er ein af úteyjum Vestmannaeyja, í gærkvöldi.

Hann hafði fallið af göngustíg , runnið tugi metra eftir grasbala og hafnaði í urð fyrir neðan balann. Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn héldu þegar frá Heimaey á öflugum Rib-safari ferðamannabáti, sem var ekki nema nokkrar mínútur á leiðinni.

Þegar búið hafði verið um hinn slasaða var hann fyrst fluttur út í lítinn gúmmíbát og þaðan yfir í Rib-safari bátinn, sem flutti hann til Heimaeyjar, en þaðan var flogið með manninn til Reykjavíkur og hann lagður inn á Slysadeild Landsspítalans. Þar var gert að sárum hans, en hann er enn á sjúkrahúsinu og verður rannsakaður nánar í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×