Innlent

Verktakinn á Djúpavogi farinn

Gissur Sigurðsson skrifar
Djúpivogur.
Djúpivogur.
Tafir verða á bryggjusmíði á Djúpavogi, eftir að verktakinn: Hellu- og Varmalagnir, sagði sig frá verkinu í gær.

Það gerðist í kjölfar þess að Afl- starfsgreinafélag komst að því að verktakinn hlunnfór slóvenska verkamenn sína um allt að hundrað þúsund krónur hvern, á mánuði. Auk þess gekk verkið ekki sem skyldi og var sveitarfélagið farið að seinka greiðslum til verktakans.

Nú þarf hugsanlega að bjóða verkið aftur út, nema samið verði við þann, sem bauð næst lægst í verkið. Verkið er upp á 40 milljónir og bauð sá næst lægsti tveimur milljónum hærra í verkið en sá sem fékk það, og var það vilji sveitarstjórans á Djúpavogi að samið yrði frekar við hann en lægstbjóðanda, en Siglingastofnun hafnaði því. Hann sagði í viðtali við fréttastofuna að frá upphafi hafi honum litist betur á þann kost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×