Innlent

Hvernig er hægt að brúa bilið milli raftónlistar og efnisheimsins?

Úlfur Hansson.
Úlfur Hansson.
Ráðstefnan TEDxReykjavík var haldin í þriðja sinn í byrjun júní.

Slagorð ráðstefnunnar var Ljáum góðum hugmyndum vængi og var boðið upp á fyrirlestra þar sem kynntar voru nýjar hugmyndir og spennandi uppgötvanir.

Meðal fyrirlesara voru Kári Stefánsson, Margrét Pála Ólafsdóttir, Sigga Heimis og Össur Kristinsson.

Einnig kom Úlfur Hansen tónlistarmaður fram en skemmst er þess að minnast að hann hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir hljóðfærið OHM, 26 strengja rafstrokna hörpu, sem hann hannaði og þróaði.

Hljóðfæri og nýjar leiðir í raftónlist eru honum hugleikin og er ljóst af fyrirlestrinum að hann hefur margt til málanna að leggja.

Úlfur hóf nám við nýmiðlabraut Listaháskóla Íslands árið 2008 og hefur síðan þá gefið út tvær sólóplötur, Sweaty Psalms og White Mountain. Hljóðfærahönnun og þróunarvinna hefur verið stór hluti tónsmíða Úlfs undanfarin misseri. 

TEDxReykjavík var haldin í fyrirlestrarsal Arion banka. Ráðstefnan var skipulögð af Hugmyndaráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×