Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út vegna ungs Ítala

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Allar tiltækar björgunarsveitir í Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu voru kallaðar út fyrr í kvöld.
Allar tiltækar björgunarsveitir í Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu voru kallaðar út fyrr í kvöld.
Björgunarsveitir í Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu hafa verið kallaðar út til þess að finna ungan erlendan ferðamann frá Ítalíu. Maðurinn varð viðskila við fjölskyldu sína sem var að ganga frá Skógum upp á Fimmvörðuháls í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ætlaði drengurinn að fara aðra leið og gaf sér 5 tíma í gönguna. Þegar hann skilaði sér ekki á tilsettum tíma hafði fjölskyldan samband við lögreglu.

Hann er ekki með síma á sér og því er ekki hægt að staðsetja hann. Þó er bjart og gott skyggni sem hentar vel til leitar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×