Innlent

Íslendingar í návígi við hákarl

Jón Júlíusson
Jón Júlíusson Mynd/ABC 3
Það er ekki á hverjum degi sem strandgestir komast í návígi við hákarla en sú var raunin hjá Jóni Júlíussyni og fjölskyldu í Flórída á dögunum.

Fjallað var um málið á vef ABC 3 fréttastöðvarinnar í gær, þar sem meðal annars var rætt var við Jón.

Atvikið átti sér stað á Pensacola ströndinni í Flórída þegar einn sleggjuháfur (e. hammerhead shark) synti í flæðarmálinu.

„Ég vissi ekki hverju ég átti von á,“ segir Jón í samtali við sjónvarpsstöðina.

Jón tók allt upp á símann sinn, þar sem sjá má hákarlinn synda. Hann er staddur í Flórída og var á ströndinni í fyrsta skiptið.

Viðtalið og fréttina má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×