Innlent

Sváfu áfengisvímuna úr sér í forstofunni

Boði Logason skrifar
Mynd úr safni
Mikill erill var hjá lögreglunni á Húsavík í nótt en þar fer fram menningarhátíðin Mærudagar.

Þegar leið á nóttina fékk lögreglan töluvert margar tilkynningar um slagsmál, pústra og ölvun meðal ungmenna.

Fangageymslur voru fullar, og þurftu einhverjir að sofa úr sér áfengisvímuna á göngum og í forstofu lögreglustöðvarinnar.

Tíu lögreglumenn voru á vakt ásamt fíkniefnahundinum Þoku. Engin alvarleg mál komu upp og þá hefur engin kæra verið lögð fram.

Að sögn varðstjóra virtist sem hátíðin hefði tvö andlit í gær.

Um daginn hafi allir skemmt sér konunglega og allt farið vel fram en á miðnætti hafi útköllum vegna ölvunar og pústra hinsvegar fjölgað og haldið áfram fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×