Innlent

Stuðningur og sterk viðbrögð vegna helgarviðtals

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Í helgarblaði Fréttablaðsins sagði Sveinn Rúnar Einarsson frá því að honum hefði verið hópnauðgað á Þjóðhátíð í eyjum í fyrra. Sveinn hefur í kjölfarið fengið sterk viðbrögð frá almenningi sem hefur sent honum tölvupósta í tugatali.

Í viðtali Fréttablaðsins sagði frá því hvernig Sveinn upplifði móttökuna hjá áfallateymi hátíðarinnar, sem sendi hann heim. Í viðtalinu segir að ekki hafi verið kallað til lögreglu og að Sveinn hafi verið sendur burt, til að sofa.

Hjalti Jónsson er sálfræðingur teymisins og hann segist þakklátur Sveini fyrir að hafa sagt frá ofbeldinu og athugasemdir hans verði teknar til skoðunar. Spurður afhverju ekki hafi verið kallað til lögreglu sagði Hjalti að það hefði verið gert.

„Við tókum aðeins fram fyrir hendurnar á honum og tilkynntum þetta lögreglu," segir Hjalti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×