Innlent

Banaslysið á Langjökli - Segir hinn látna hafa ekið í óleyfi

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Frá Langjökli. Tuttugu og níu manns voru í vélsleðahópnum þegar slysið varð.
Frá Langjökli. Tuttugu og níu manns voru í vélsleðahópnum þegar slysið varð. Mynd/Villhelm
Banaslys varð á Langjökli um hádegisbilið í gær þegar sextugur maður missti stjórn á vélsleða sem hann var á. Maðurinn, sem var frá Taívan, var úrskurðaður látinn í þyrlunni sem flutti hann áleiðis til Reykjavíkur.

Eiginkona mannsins, sem einnig var á sleðanum, hlaut minniháttar meiðsl á fæti. Lögreglan á Selfossi sendi menn frá rannsóknardeilsinni á slysstað og tók einnig sleðann í sína vörslu til frekari rannsóknar.

Að sögn Herberts Hauks­sonar frá fyrirtækinu Fjallamönnum átti slysið sér stað á sleða frá þeim en maðurinn ók á honum í óleyfi. Hann var ekki með ökuréttindi og enga reynslu af neinum öku­tækjum. Kvittaði hann undir plagg þar sem undirritaður staðfestir að hann hafi slík réttindi og laumaðist síðan undir stýri og ók af stað með fyrrgreindum afleiðingum. Herbert segir jafnframt að þakka megi fyrir að enginn úr ferðahópnum hafi orðið fyrir sleðanum meðan honum var ekið af svo óreyndum ökumanni.

Tuttugu og níu manns voru í hópnum og voru starfsmenn Fjallamanna að greiða úr því að þeir fengju áfallahjálp frameftir kvöldi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×