Fótbolti

Steven Lennon hefur skrifað undir hjá Sandnes Ulf

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steven Lennon.
Steven Lennon. Mynd / fésbókarsíða Sandnes Ulf
Steven Lennon hefur gert tveggja og hálfs árs samning við Sandnes Ulf en frá þessu var gengið fyrr í dag.

Lennon mætti til Noregs í gær og hefur verið að skoða aðstæður hjá félaginu.

„Það lítur allt vel út hér,“ sagði Steven Lennon í samtali við norsku vefsíðuna Rogland Avis í dag.

„Ég hef verið að skoða aðstæður hér og allt er eins og best er á kosið.“

Steven Lennon var samningsbundinn Fram út núverandi tímabil en ekki er ljóst hvert kaupverðið er á leikmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×