Enski boltinn

Neville mælir ekki með því að Rooney yfirgefi Man. Utd

Rooney fagnar með Van Persie.
Rooney fagnar með Van Persie.
Það urðu margir hissa á því þegar Wayne Rooney fór fram á að verða seldur frá Man. Utd. Ekki er enn ljóst hvernig það mál endar en það er komið inn á borð hjá nýja stjóranum, David Moyes, sem hóf störf hjá Man. Utd í dag.

Gary Neville, sérfræðingur Sky og fyrrum leikmaður félagsins, er ekki á því að það sé rétt hjá Rooney að yfirgefa félagið.

"Ég myndi aldrei ráðleggja neinum að yfirgefa Man. Utd því það er frábær staður til þess að spila fótbolta og þar geta menn látið drauma sína rætast," sagði Neville en hann lék með Rooney hjá félaginu á sínum tíma.

"Ég hef séð menn eins og Beckham fara. Ég hef líka séð 27 ára gamlan Ryan Giggs vera eftirsóttan af stórum liðum en ákveða að spila áfram hjá United."

Arsenal, Chelsea, Barcelona og PSG eru öll sögð hafa áhuga á Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×