Frank Ocean frumflutti þrjú lög Freyr Bjarnason skrifar 2. júlí 2013 20:00 Frank Ocean frumflutti þrjú lög í Þýskalandi. nordicphotos/getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean sem væntanlegur til landsins eftir tæplega tvær vikur hélt tónleika í München í Þýskalandi fyrir örfáum dögum. Tónleikagestir fengu það sem þeir borguðu fyrir og gott betur. Á tónleikunum flutti Frank þrjú glæný lög og voru áhorfendur hrifnir. Aðdáendur Ocean bíða nú eftir næstu plötu hans með mikilli eftirvæntingu en hans fyrsta, Channel Orange, sló rækilega í gegn þegar hún kom út í fyrra. Frank er nú á tónleikaferðalagi um heiminn að fylgja eftir vinsældum fyrstu plötunnar en þessi heimstúr endar einmitt á Íslandi þarnæsta þriðjudag. Það má því leiða miklum líkum að því að hann muni flytja þessi nýju lög sem hann flutti fyrir tónleikagesti í þýskalandi á tónleikunum hér í Laugardalshöllinni 16. júlí. Á tónlistarfréttasíðunni MTV.com er haft eftir tónleikagestum að umfjöllunarefni nýju laganna sé misjafnt en eitt laganna fjallar um það að Frank sé ekki tilbúinn að festa ráð sitt, hann vilji frekar sitja í tugthúsi. Annað lag fjallar um bíla og hið sólríka Kaliforníufylki og þriðja lagið fjallar um ástarsorg. Hér að neðan er hægt að hlusta á lögin: Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean sem væntanlegur til landsins eftir tæplega tvær vikur hélt tónleika í München í Þýskalandi fyrir örfáum dögum. Tónleikagestir fengu það sem þeir borguðu fyrir og gott betur. Á tónleikunum flutti Frank þrjú glæný lög og voru áhorfendur hrifnir. Aðdáendur Ocean bíða nú eftir næstu plötu hans með mikilli eftirvæntingu en hans fyrsta, Channel Orange, sló rækilega í gegn þegar hún kom út í fyrra. Frank er nú á tónleikaferðalagi um heiminn að fylgja eftir vinsældum fyrstu plötunnar en þessi heimstúr endar einmitt á Íslandi þarnæsta þriðjudag. Það má því leiða miklum líkum að því að hann muni flytja þessi nýju lög sem hann flutti fyrir tónleikagesti í þýskalandi á tónleikunum hér í Laugardalshöllinni 16. júlí. Á tónlistarfréttasíðunni MTV.com er haft eftir tónleikagestum að umfjöllunarefni nýju laganna sé misjafnt en eitt laganna fjallar um það að Frank sé ekki tilbúinn að festa ráð sitt, hann vilji frekar sitja í tugthúsi. Annað lag fjallar um bíla og hið sólríka Kaliforníufylki og þriðja lagið fjallar um ástarsorg. Hér að neðan er hægt að hlusta á lögin:
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira