Enski boltinn

Mignolet kominn til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða Liverpool
Liverpool hefur staðfest komu Belgans Simon Mignolet frá Sunderland þessi 25 ára markvörður hefur verið orðaður við félagið undanfarna daga og vikur.

Mignolet hefur vakið athygli fyrir góða framistöðu sína með Sunderland en þangað kom hann frá uppeldisfélagi sínu, Sint-Truiden í Belgíu, árið 2010. Hann er einnig landsliðsmarkvörður Belga og á þrettán A-landsleiki að baki.

„Ég er ánægður með að okkur tókst að semja við einn besta markvörð ensku úrvalsdeildarinnar,“ sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, á heimasíðu félagsins.

Óvíst er hvort að Pepe Reina verði áfram í herbúðum félagsins en hann hefur verið orðaður við Barcelona. Ekki er útilokað að þeir verði báðir hjá Liverpool í vetur og munu berjast um sæti í byrjunarliðinu.

Liverpool hafði þegar fest kaup á þremur leikmönnum í sumar - þeim Kolo Toure, Iago Aspas og Luis Alberto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×