Loga og Lilju gert að grenna sig Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. júní 2013 14:33 Carrie Fisher (t.v.) er 56 ára og Mark Hamill er 61 árs. samsett mynd/getty Undirbúningur sjöundu Stjörnustríðsmyndarinnar stendur sem hæst og nú hafa stjörnur upprunalegu myndanna, þau Carrie Fisher og Mark Hamill, verið sendar í megrun. Tökur myndarinnar hefjast í upphafi næsta árs og þegar hefur verið tilkynnt að hin 56 ára gamla Fisher og hinn 61 árs gamli Hamill snúi aftur í hlutverkum sínum, sem og hinn sjötugi Harrison Ford. „Mark og Carrie þurfa að vera eins lík sjálfum sér fyrir þrjátíu árum og mögulegt er,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni. Eru fyrirtækin Disney og LucasFilm sögð setja umtalsverða fjármuni í næringarfræðinga og einkaþjálfara fyrir leikarana, en þeir fara sem fyrr með hlutverk Loga geimgengils og Lilju prinsessu. Harrison Ford hefur ekki verið sendur í sérstaka þjálfun og segir kvikmyndavefur Yahoo! að um ástæður þess sé ekki vitað. Annað hvort þurfi þess ekki eða þá að Disney hafi ekki fundið neinn nægilega hugrakkann til þess að takast á við hinn skapmikla Ford.Fisher og Hamill léku í Stjörnustríðsmyndunum á árunum 1977 til 1983. Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Undirbúningur sjöundu Stjörnustríðsmyndarinnar stendur sem hæst og nú hafa stjörnur upprunalegu myndanna, þau Carrie Fisher og Mark Hamill, verið sendar í megrun. Tökur myndarinnar hefjast í upphafi næsta árs og þegar hefur verið tilkynnt að hin 56 ára gamla Fisher og hinn 61 árs gamli Hamill snúi aftur í hlutverkum sínum, sem og hinn sjötugi Harrison Ford. „Mark og Carrie þurfa að vera eins lík sjálfum sér fyrir þrjátíu árum og mögulegt er,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni. Eru fyrirtækin Disney og LucasFilm sögð setja umtalsverða fjármuni í næringarfræðinga og einkaþjálfara fyrir leikarana, en þeir fara sem fyrr með hlutverk Loga geimgengils og Lilju prinsessu. Harrison Ford hefur ekki verið sendur í sérstaka þjálfun og segir kvikmyndavefur Yahoo! að um ástæður þess sé ekki vitað. Annað hvort þurfi þess ekki eða þá að Disney hafi ekki fundið neinn nægilega hugrakkann til þess að takast á við hinn skapmikla Ford.Fisher og Hamill léku í Stjörnustríðsmyndunum á árunum 1977 til 1983.
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira