Enski boltinn

Ég sá rautt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ivanovic og Suarez
Ivanovic og Suarez Mynd / Getty Images

Luis Suarez, knattspyrnumaður Liverpool, hefur núna tjáð sig um atvikið sem olli því að hann var dæmdur í tíu leikja bann.

Úrúgvæski framherjinn vill ólmur losna frá Liverpool eftir að hann var dæmdur í tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea.

Leikmaðurinn er ekki sáttur með enska knattspyrnusambandið og vill meina að það leggi sig í einelti.

Suarez hefur nú viðurkennt að honum þyki heillandi að ganga til liðs við spænsku risana í Real Madrid.

Forráðamenn Liverpool hafa ekki áhuga á því að selja leikmanninn en hafa aftur á móti viðurkennt að ef gott boð kemur í leikmanninn verður erfitt að hafna því miðað við aðstæður.

„Það væri draumur að spila með leikmanni eins og Cristiano Ronaldo,“ sagði Suarez við fjölmiðla í heimalandinu.

„Ég gerði skelfileg mistök og ég get aðeins sjálfum mér um kennt. Ivanovic gerði mér ekki neitt og þetta var fáránleg hegðun af minni hálfu.“

„Ég var gríðarlega pirraður þar sem ég gaf Chelsea vítaspyrnu stuttu áður eftir að hafa fengið boltann í höndina innan vítateigs. Ég sá aðeins rautt og gjörsamlega missti vitið, það er erfitt að útskýra þetta,“ sagði Suarez.

„Viðbrögð allra hér í Englandi komu mér samt á óvart og voru í raun mögnuð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×