Fótbolti

Paulo Fonseca tekur við Porto

Stefán Árni Pálsson skrifar
Paulo Fonseca
Paulo Fonseca Mynd / Getty Images

Portúgalinn Paulo Fonseca hefur verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri Porto en hann tekur við af Vitor Pereira.

Stjórinn hafði gert magnaða hluti með Pacos de Ferreira sem hafnaði í þriðja sæti deildarinnar á tímabilinu.

Porto var því ekki lengi að tryggja sér þjónustu hans og gerir Fonseca tveggja ára samning við félagið.

Fráfarandi knattspyrnustjóri Pereira hafði áður samið við Al Ahli í Sádí-Arabíu, en hann hafði gert Porto að portúgölskum meisturum tvö ár í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×