Enski boltinn

Ólína og Edda steinlágu fyrir Everton

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólína í leik með Chelsea.
Ólína í leik með Chelsea. Mynd. / Getty Images

Chelsea tapaði illa fyrir Everton, 4-1, í ensku úrvalsdeild kvenna en leikurinn fór fram á heimavelli Chelsea í gær.

Þrenna Toni Duggan, leikmanni Everton, fór gjörsamlega með leikinn fyrir gestina en þær Ólína G. Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir leika fyrir lið Chelsea.

Everton er því þriðja sæti deildarinnar á meðan Chelsea situr í því fjórða.

Ólína var í byrjunarliði Chelsea en var tekinn af velli þegar um hálftími var eftir af leiknum.

Edda Garðarsdóttir sat aftur á móti allan tímann á varamannabekk liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×