Enski boltinn

Mourinho: Terry verður fyrirliði Chelsea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jose Mourinho á blaðamannfundinum í gær.
Jose Mourinho á blaðamannfundinum í gær. Mynd/Getty Images

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur staðfest að John Terry verði áfram fyrirliði liðsins á næsta tímabili en á sama tíma varar hann leikmann við og að Terry þurfa að hafa fyrir sæti sínu í liðinu.

Eftir fimm ára fjarveru frá Stamford Bridge var Mourinho loks komin aftur í gírinn á blaðamannafundi í gær.

„Ég ætla Terry fyrirliðabandið og mun ræða við hann í byrjun júlí þegar liðið kemur saman eftir frí,“ sagði Mourinho.

„Terry er magnaður leikmaður sem ég þekki mjög vel. Ég ætla mér að koma honum á rétta braut á ný, hann er mikilvægur þessu liði.“

„John er fyrirliði þessa liðs og það vita allir hér, bæði leikmenn og aðdáendur klúbbsins.“

„Hann verður samt sem áður að vera í liðinu og þarf heldur betur að hafa fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu. Hann missi að sjálfsögðu bandið ef hann byrjar ekki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×