Enski boltinn

Lewandowski er falur fyrir 25,5 milljónir punda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lewandowski í leik með Borussia Dortmund
Lewandowski í leik með Borussia Dortmund Mynd / Getty Images

Forráðarmenn Manchester United hafa fengið þau skilaboð að þeir geta fest kaup á Robert Lewandowski frá Borussia Dortmund fyrir 25,5 milljónir punda, en þýska félagið hefur sett upp þann verðmiða á þennan snjalla leikmann.

Borussia Dortmund hefur neitað að selja leikmanninn til erkifjendanna í FC Bayern en virðast vera reiðubúnir að láta Lewandowski fara til Englands.

Pólverjinn á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Borussia Dortmund og því verður að teljast líklegt að hann yfirgefi liðið í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×