Enski boltinn

Kagawa óánægður með sjálfan sig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Shinji Kagawa
Shinji Kagawa Mynd / Getty Images

Shinji Kagawa, leikmaður Manchester United, er virkilega óánægður með sína eigin frammistöðu á tímabilinu með United en þetta var hans fyrsta með liðinu.

Þessi japanski miðjumaður gekk í raðir Manchester United síðasta sumar frá Borrusia Dortmund en Man. Utd. greiddi 12 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Kagawa gerði sex mörk fyrir United á tímabilinu, þar á meðal skoraði hann þrennu gegn Norwich.

„Svona heilt yfir er ég ekki sáttur með tímabilið hjá mér persónulega,“ sagði Kagawa við blaðamenn í England.

„Þetta fór að ganga betur hjá mér seinnipartinn á tímabilinu og vonandi get ég haldið þeirri spilamennsku áfram á næsta tímabili.“

„Þú verður að vera alltaf á tánum í þessum bransa og leikur þinn þarf að vera stöðugur, líkt og Rooney og van Persie hafa gert í mörg ár. Mig langar að komast á sama stall og þeir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×