Enski boltinn

Napoli hafnar tilboði Chelsea í Cavani

Stefán Árni Pálsson skrifar
Edinson Cavani fagnar hér marki fyrir Napoli
Edinson Cavani fagnar hér marki fyrir Napoli Mynd / Getty Images

Samkvæmt fréttamiðlum á Ítalíu mun knattspyrnufélagið Napoli hafa neitað tilboði Chelsea í framherjann Edinson Cavani.

Chelsea mun hafa boðið 34 milljónir punda í leikmanninn auk þess sem Fernando Torres, leikmaður Chelsea, myndi fylgja með til Napoli.

Þessi úrúgvæski landsliðsmaður hefur verið á óskalista margra stórliða í Evrópu undanfarna mánuði en forráðamenn Napoli ætla sér greinilega ekki að missa Cavani frá liðinu.

Leikmaðurinn hefur ákveðna klásúlu í sínum samningi við Napoli en hann getur yfirgefið klúbbinn ef tilboð fyrir 53,8 milljónir punda berst. 

Cavani gerði 36 mörk fyrir Napoli í öllum keppnum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×