Fótbolti

Krefjast afsagnar Morten Olsen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Danskir fjölmiðlar eru rasandi eftir 4-0 tap Dana fyrir Armeníu í undankeppni HM 2014 í gær. Þeir krefjast afsagnar landsliðsþjálfarans Morten Olsen.

Eftir tapið í gær eiga Danir nú takmarkaða möguleika á því að komast áfram í lokakeppni HM sem fer fram í Brasilíu á næsta ári.

„Hið algjöra og fordæmislausa hrun,“ skrifaði Jyllands-Posten um leikinn en götublaðið BT birtir afdráttarlausa yfirlýsingu á sinni forsíðu: „Hættu, Olsen.“

„Búinn,“ skrifar Ekstrabladet á forsíðu við mynd af Olsen. Þar fékk landsliðsþjálfarinn núll í einkunn en nokkrir leikmenn fá þessa sömu einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum.

„Við erum komnir að þeim punkti þar sem að það þjónar ekki lengur tilgangi að hafa Morten Olsen í forsvari fyrir landsliðið,“ segir í BT.

Politiken er enn grimmari í sinni einkunnagjöf og gaf öllum leikmönnum nema markverðinum Stephan Andersen -3 í einkunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×