Fótbolti

Hugsa ekki einu sinni um England

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Neymar hefur ekki miklar áhyggjur af enska landsliðinu fyrir HM í Brasilíu á næsta ári. Liðin mætast í vináttulandsleik í kvöld. Það verður vígsluleikur hins Maracana-leikvangsins sem er nýbúið að endurbyggja.

„Ég ber mikla virðingu fyrir enskum leikmönnum og þeim árangri sem þeir hafa náð með sínum félögum,“ sagði Neymar sem samdi nýlega við Barcelona á Spáni.

„En ég held að England verði ekki í hópi sigurstranglegu liðanna á HM á næsta ári. Við viljum vinna mótið á heimavelli og ég held að Þýskaland og Spánn verði okkar helstu keppinautar.“

„Eftir það koma lið eins og Argentína, Holland og kannski eitt eða tvö til viðbótar. En ég hugsa ekki einu sinni um England.“

Neymar hefur skorað 20 mörk í 32 landsleikjum með brasilíska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×