Fótbolti

Grenier nálgast Arsenal

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Grenier tæklar Blaise Matuidi í viðureign Lyon og PSG í maí.
Grenier tæklar Blaise Matuidi í viðureign Lyon og PSG í maí. Mynd/Nordic Photos/Getty

Franski miðjumaðurinn Clement Grenier hjá Lyon hefur gefið til kynna að hann sé á leið til Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta nú í sumar.

Grenier sem er 22 ára hefur lengi verið orðaður við Arsenal en Liverpool og Juventus hafa einnig fylgst vel með gengi hans í frönsku deildinni.

Talið er að Lyon vilji halda leikmanninum sem lykilmaður í liðinu. Liðið lítur á hann sem framtíðarmann en liðið ætti þó erfitt með að hafna góðu tilboði.

Grenier sem var valinn í franska landsliðið í fyrsta sinn á dögunum býst við að skipta um lið og viðurkenndi að enska úrvalsdeildin laði.

„Ég hef meira og minna ákveðið hvaða lið ég vil ganga til liðs við,“ sagði Grenier.

„Ákvörðunin er fótboltatengd, fyrst og fremst. Arsenal? Það gæti verið. Það væri mikil samkeppni um sæti í liðinu en það er eins hjá öllum stórum liðum og það hefur ekki áhrif á mína ákvörðun.

„Ég er enn ungur en ég hef alltaf sett mér háleit markmið og ég geri allt sem ég get til að fara fram úr þeim,“ sagði Frakkinn ungi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×