Fótbolti

Zidane skipulagði fjáröflunarleik frönsku meistaranna

Stefán Árni Pálsson skrifar

Frakkinn Zinedine Zidane, sem var á sínum tíma besti knattspyrnumaður heimsins, skipulagði fjáröflunarleik til styrktar franska fjórðudeildar liðsins Rodez á dögunum.

Leikurinn var á milli Rodez og heimsmeistaraliðs Frakklands frá árinu 1998. Zidane fjárfesti sjálfur í Rodez, sem hefur verið í gríðarlegum fjárhagserfileikum undanfarinn ár, og var leikurinn hluti af því að rétta fjárhaginn af.

Á venjulegum leik hjá Rodez mæta um 800 manns en á umræddum leik gerðu 8000 manns sér ferð á völlinn.

Hér að ofan má sjá myndbrot frá leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×