Enski boltinn

Demantar á nýjum varabúningi Liverpool

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Steven Gerrard
Steven Gerrard Mynd/Skjáskot

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur svipt hulunni af nýjum varabúningi liðsins.

Á heimasíðu Liverpool kemur fram að sóttur sé innblástur til treyja og hönnunar sem var einkennandi í búningum á 9. og 10. áratug síðustu aldar.

Hálslínan er byggð á varabúningi liðsins frá árinu 1981 en færð í nútímalegra horf. Demantarnir sem að prýða treyjuna eru sagðir ferskt endurnýjun á hönnun á varabúningnum á árunum 1989-1991.

Liverpool var sigursælasta félag Englands á því tíu ára tímabili sem vísað er til. Koma verður í ljós hvort endurhvarf til glæstra tíma hvað búningahönnun varðar veiti liðinu lukku innan vallar.

Hér að neðan má sjá myndband þar sem leikmenn liðsins klæðast nýja búningnum.

Steven Gerrard.Mynd/Heimasíða Liverpool




Fleiri fréttir

Sjá meira


×