Enski boltinn

Mourinho sagður vilja losna við Mata

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mata og Torres fagna marki.
Mata og Torres fagna marki. Nordicphotos/Getty

Spænski fjölmiðillinn Marca segir Jose Mourinho ætla að hefja tiltekt sína á Stamford Bridge með því að losa sig við Spánverjana Juan Mata og Fernando Torres.

Samkvæmt frétt Marca hefur Mourinho beðið Roman Abramovich, eiganda Chelsea, um að hlýða á tilboð í Spánverjana tvo. Ástæðan ku vera sú að Mourinho vilji safna fé til leikmannakaupa.

Fregnirnar hljóma allsérstaklega enda fór Juan Mata á kostum með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Chelsea hefur verið orðað við framherjana Edin Dzeko og Stevan Jovetic undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×