Fótbolti

Klappað í mínútu fyrir Hemma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hemmi Gunn starfaði sem íþróttafréttamaður á sínum tíma.
Hemmi Gunn starfaði sem íþróttafréttamaður á sínum tíma. Mynd/Úr safni

KSÍ hefur fengið leyfi hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, til að minnast Hermanns Gunnarssonar fyrir landsleik Íslands og Slóveníu á föstudaginn.

Ákveðið hefur verið að klappa í mínútu fyrir leikinn til minningar um Hermann sem lést í gær. „Við töldum að það myndi hæfa Hemma betur [en mínútuþögn] og hans lund í gegnum tíðina,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ.

Hermann lék á sínum tíma 20 A-landsleiki frá 1966 til 1973 og skoraði í þeim sex mörk.

Leikmenn munu einnig spila með sorgarbönd í leiknum en hann er liður í undankeppni HM 2014. Um sjö þúsund miðar hafa verið seldir á leikinn og eru 2500 miðar enn óseldir. Leikurinn hefst klukkan 19.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×