Enski boltinn

Ráðning Martinez staðfest í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Everton hefur kallað til blaðamannafundar í dag og er búist við því að tilkynnt verði formlega um ráðningu Roberto Martinez í starf knattspyrnustjóra.

Martinez gerði Wigan að bikarmeistara nú í vor en tókst ekki að afstýra liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Talið er að Everton greiði Wigan um eina og hálfa milljón punda fyrir Martinez.

Hann ákvað eftir nokkra íhugun að stíga frá borði hjá Wigan og halda við viðræðna hjá Everton. Aðrir sem voru orðaðir við starfið voru Ralf Rangnick og Vitor Pereira, stjóri Porto.

Martinez tekur við starfinu af David Moyes sem tekur við Manchester United í sumar.

Uppfært 14.00: Everton hefur staðfest ráðningu Martinez á heimasíðu sinni. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×