Fótbolti

Ravanelli þjálfar í franska boltanum

Ravanelli fagnar í leik með Derby.
Ravanelli fagnar í leik með Derby.

Silfurrefurinn Fabrizio Ravanelli er byrjaður að þjálfa en hann hefur verið ráðinn þjálfari franska 1. deildarfélagsins Ajaccio.

Þetta er fyrsta aðalþjálfarastarf hins 44 ára gamla Ravanelli en hann hefur verið að vinna sem unglingaþjálfari hjá Juventus.

Ravanelli á glæsilegan feril að baki en hann lék meðal annars með Juve, Lazio, Marseille og ítalska landsliðinu á sínum tíma.

Ajaccio rétt slapp við fall á síðustu leiktíð og það kemur í hlut Ravanelli að koma liðinu upp töfluna næsta vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×