Fótbolti

Ganso fer ekki á neinu tombóluverði

Ganso.
Ganso.

Brasilíska félagið Sao Paulo segir að franska félagið PSG þurfi að galopna veskið ef það ætlar sér að kaupa brasilíska landsliðsmanninn Ganso.

PSG hefur mikinn áhuga á leikmanninum en Ganso verður ekki ókeypis.

"Okkar samskipti við PSG eru mjög góð en við ætlum ekki að selja Ganso," sagði forseti Sao Paulo.

"Auðvitað höfum við sagt þetta áður en ef við eigum að selja þá verður tilboðið að vera þannig að við getum ómögulega sagt nei. Ég hef samt ekki trú á því að hann fari."

Ganso fór til Sao Paulo árið 2012 en hann sló upprunalega í gegn hjá Santos.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×