Enski boltinn

Allir á Spáni fegnir að Mourinho sé að fara

Mourinho er ekki vinsæll á Spáni.
Mourinho er ekki vinsæll á Spáni.

Jose Mourinho er væntanlega á leið aftur til Chelsea og menn þar á bæ eru himinlifandi yfir þeim tíðindum. Varaforseti Barcelona hefur þó varað Chelsea-menn við Portúgalanum.

Carles Villarrubi segir að Mourinho sé ekki sami maður og var þar síðast og segir það ekki vera spurningu um hvort heldur hvenær hann geri allt brjálað.

"Það er ekki gott fyrir enska boltann að fá hann þangað aftur. Chelsea skemmti sér vel með honum síðast en félagið mun sjá hinn raunverulega Mourinho núna," sagði Villarrubi.

"Ef hann hagar sér eins og hann gerði á Spáni þá verður samstarfið ekki gott. Það verður stórslys. Maður á hans aldri er heldur ekkert að fara að breyta sér.

"Þetta er ekki mín skoðun bara af því við vorum keppinautar. Ég segi þetta því hann er eins og hann er. Á þrem árum á Spáni gerði hann ekkert nema skapa leiðindi. Hann kemur ekki með neitt jákvætt að borðinu. Það eru allir á Spáni fegnir því að hann sé að fara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×