Enski boltinn

Þrír þjálfarar koma til greina hjá Everton

Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.

Leitin að eftirmanni David Moyes hjá Everton heldur áfram og nú er nýtt nafn komið í umræðuna. Það er Ralf Rangnick, þjálfari þýska liðsins Schalke.

Roberto Martinez, stjóri Wigan, hefur verið efstur á blaði hjá forráðamönnum Everton en nú eru fleiri þjálfarar komnir á blað.

Er þar um að ræða bæði Rangnick og Vitor Pereira hjá Porto.

Martinez ræddi við Bill Kenwright, stjórnarformann Everton, í gær. Hann hefur líka rætt við Pereira og búist er við því að Rangnick fari einnig á fund Kenwright.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×