Fótbolti

Leonardo dæmdur í níu mánaða bann

Leonardo er ekki svona kátur í dag.
Leonardo er ekki svona kátur í dag.

Brasilíumaðurinn Leonardo, íþróttastjóri PSG og fyrrum þjálfari liðsins, gekk allt of langt með hegðun sinni á dögunum og hefur verið refsað grimmilega fyrir það.

Hann sást reka öxlina harkalega í dómara leiks PSG og Valenciennes í kjölfar þess að Thiago Silva, leikmaður PSG, var rekinn af velli.

Aganefnd franska knattspyrnusambandsins lítur málið greinilega mjög alvarlegum augum því það dæmdi Leonardo í níu mánaða bann. PSG hefur þegar áfrýjað banninu.

Þess utan hafa þrjú stig verið dregin af PSG og liði byrjar því næsta tímabil með þrjú stig í mínus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×