Fótbolti

England fær að spila á Maracana-vellinum

Ronaldo ásamt starfsmanni vallarins.
Ronaldo ásamt starfsmanni vallarins.

England mun spila vináttulandsleik gegn Brasilíu á hinum fræga Maracana-leikvangi á sunnudag þrátt fyrir áhyggjur af öryggi áhorfenda.

Verið er að taka leikvanginn í gegn fyrir HM á næsta ári og í gær ákvað dómari í Rio de Janeiro að dæma völlinn óleikhæfan. Öryggi áhorfenda væri ekki í lagi. Síðar um daginn var sá dómur dreginn til baka.

Völlurinn opnaði á ný í síðasta mánuði eftir endurbætur en ekki eru allir á eitt sáttir um það hvort allt sé eins og það eigi að vera á vellinum.

Meðal annars hefur verið greint frá því að gólfið sé víða skakkt og að holur séu í gólfinu. Það hefur flætt inn í heiðursstúkuna og lyftur eru bilaðar.

Margir segja að völlurinn sé beinlínis hættulegur fyrir áhorfendur en leikurinn mun engu að síður fara fram þar á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×