Enski boltinn

Enska landsliðið æfði á Copacabana-ströndinni | Myndir

Rooney og félagar hafa það náðugt.
Rooney og félagar hafa það náðugt.

Enska landsliðið í knattspyrnu er mætt til Rio de Janeiro í Brasilíu þar sem liðið mun mæta heimamönnum í vináttulandsleik á sunnudag.

Roy Hodgson landsliðsþjálfari fór með strákana sína niður á hina frægu Copacanaströnd er liðið kom til borgarinnar.

Þar náðu leikmennirnir úr sér ferðaþreytunni með smá göngu og teygjuæfingum.

Vera þeirra á ströndinni vakti eðlilega áhuga heimamanna sem vildu ólmir fá af sér myndir með ensku stjörnunum.

Sjá má myndir af ensku strákunum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×