Fótbolti

FIFA tekur á kynþáttaníði í boltanum

Sepp Blatter, forseti FIFA.
Sepp Blatter, forseti FIFA.

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur loksins ákveðið að taka fast á einu helsta meini knattspyrnunnar í dag - kynþáttaníði.

Leikmenn sem gerast sekir um kynþáttaníð í garð andstæðings munu fá fimm leikja bann samkvæmt nýjum reglum sem FIFA var að samþykkja. Aðeins einn fulltrúi af 205 var á móti reglubreytingunni.

Einnig á að taka á hegðun stuðningsmanna. Fyrsta brot mun þýða sekt en ítrekuð brot munu þýða að lið þurfa að spila á tómum velli og gætu einnig misst stig. Í versta falli verður liðum vísað úr keppni fyrir kynþáttaníð.

FIFA hefur lengi verið gagnrýnt fyrir að taka ekki á þessum málum af nægri festu en nú verður breyting þar á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×