Enski boltinn

Leikmenn standa við bakið á Moyes

Michael Carrick lék vel með United í ár.
Michael Carrick lék vel með United í ár.

Miðjumaðurinn snjalli, Michael Carrick, segir að leikmenn Manchester United standi við bakið á Skotanum David Moyes sem mun taka við liðinu í sumar. Liðið var Englandsmeistari í ár undir stjórn Sir Alex Ferguson en hann hættir í sumar.

„Við leikmennirnir hlökkum til að takast á við þessa áskorun,“ segir Carrick. „Við höfum lengi haft stöðugleika og vitað við hverju við ættum að búast. Nú verða breytingar en við höfum sama kjarna. Okkur hlakkar til að fá nýjan stjóra og vinna með honum, bæta leikmannahópinn og taka framförum sem lið.“

Carrick staðfesti einnig að Ferguson hefði ekki látið tilfinningarnar bera sig ofurliði eftir lokaleik sinn í gær. „Þetta var eins og venjulega. Hann þakkaði okkur eftir leikinn. Þetta hafa eflaust verið blendar tilfinningar fyrir hann því hann er að fara í gegnum skrýtið tímabil, líkt og allir sem starfa hjá félaginu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×