Fótbolti

Zlatan valinn sá besti í Frakklandi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic er fæddur sigurvegari.
Zlatan Ibrahimovic er fæddur sigurvegari. Getty Images

Svíinn Zlatan Ibrahimovic hefur verið valinn leikmaður ársins í frönsku Ligue 1 deildinni. Þessi 31 árs leikmaður skoraði 29 mörk í deildinni í vetur og leiddi liðið til síns fyrsta sigur í deildinni síðan 1994.

„Ég þarf ekki Gullboltann (e. Golden Ball) til að sýna fram á að ég er bestur. Ég hef unnið allt á Ítalíu. Ég veit ekki hvað ég get gert mikið í viðbót hér í Frakklandi annað en að halda áfram og bæta verðlaunum í safnið,“ sagði Ibrahimovic.

Lið ársins í Frakklandi: Salvatore Sirigu (PSG); Christophe Jallet (PSG), Thiago Silva (PSG), Nicolas Nkoulou (Marseille), Maxwell (PSG); Dimitri Payet (Lille), Marco Verratti (PSG), Blaise Matuidi (PSG), Mathieu Valbuena (Marseille); Zlatan Ibrahimovic (PSG), Pierre-Emerick Aubameyang (Saint-Etienne)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×