Fótbolti

Ancelotti fær ekki að fara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Nasser al-Khelaifi, forseti franska liðsins PSG, segir að félagið ætlist til þess að Carlo Ancelotti virði samning sinn við félagið.

Forsetinn staðfestir að Ancelotti hafi óskað eftir því að fá að fara til Real Madrid en félagið er nú að leita að eftirmanni Jose Mourinho.

„Við ræddum saman og hann bað um að fá að fara til Madrídar. En ég var mjög skýr og sagði honum að hann ætti eitt ár eftir af samningi sínum. Við verðum öll að virða okkar samninga,“ sagði al-Khelaifi við franska fjölmiðla.

„Það er því enginn möguleiki á því að hann fari. Það er okkar ákvörðun,“ bætti hann við.

„Þetta er hans vandamál, ekki okkar. Við viljum halda honum og erum reiðubúnir að bjóða honum framlengingu á samningnum um eitt ár.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×