Enski boltinn

Mourinho ráðinn á næstu vikum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Enski vefmiðillinn Goal.com fullyrðir að Jose Mourinho verði ráðinn knattspyrnustjóri Chelsea á næstu tveimur vikum.

Real Madrid staðfesti í gær að Mourinho muni fara frá félaginu í lok tímabilsins og hefur lengi verið talið langlíklegast að Mourinho taki aftur við Chelsea í sumar eftir sex ára fjarveru.

Rafa Benitez hefur stýrt Chelsea tímabundið en undir hans stjórn vann liðið Evrópudeild UEFA í síðustu viku. Hann hefur verið orðaður við Napoli á Ítalíu.

Fullyrt er að Mourinho hafi átt í viðræðum við Roman Abramovich, eiganda Chelsea, svo mánuðum skiptir. Chelsea gæti þess vegna staðfest ráðningu hans í þessari viku eða beðið þar til að tímabilinu lýkur á Spáni þann 1. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×