Enski boltinn

Hvað ef boltinn hefði farið stöngin inn?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Luis Suarez í leik með Liverpool.
Luis Suarez í leik með Liverpool. Nordicphotos/Getty

Alls small boltinn 265 sinnum í stönginni eða þverslánni í leikjunum 380 í ensku úrvasdeildinni í vetur. En hverjir ætli hefðu orðið meistarar hefði boltinn farið inn en ekki út?

Tölfræðisíðan OptaSports heldur utan um ótrúlegustu tölfræði í öllum leikjunum í ensku úrvalsdeildinni auk annarra stóru deilda Evrópu í knattspyrnu. Að neðan má sjá hver lokastaðan í ensku úrvalsdeildinni hefði verið ef skotin 265 hefðu farið af stönginni eða slánni og í netið.

Manchester United hefði engu að síður orðið Englandsmeistari en Liverpool hefði landað Meistaradeildarsæti. Það hefði Tottenham sömuleiðis gert en Arsenal og Chelsea hefðu mátt sætta sig við fimmta og sjötta sætið.

Reading og Queens Park Rangers hefðu eftir sem áður fallið en Wigan hefði bjargað sér og hafnað í 16. sæti. Lærisveinar Alan Pardew hjá Newcastle hefðu hins vegar fallið.

Lokastaðan ef boltinn hefði farið af stönginni eða slánni í netið.Mynd/Opta



Fleiri fréttir

Sjá meira


×