Enski boltinn

Pulis hættur hjá Stoke

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Tony Pulis sé hættur störfum sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagisns Stoke City.

Félagið sjálft hefur ekki staðfest þetta enn sem komið er en flestir stærstu fjölmiðlarnir í Englandi hafa þetta eftir sínum heimildum.

Pulis stýrði Stoke í sjö ár samfleytt og kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina árið 2008.

Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að leikstíl liðsins sem mörgum stuðningsmönnum liðsins þykir ekki fallegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×