Fótbolti

Grétar Rafn ekki með gegn Slóvenum

Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson. mynd/vilhelm

Grétar Rafn Steinsson verður ekki með íslenska landsliðinu er það mætir Slóvenum á Laugardalsvelli þann 7. júní næstkomandi.

Grétar segir við fótbolti.net í dag að hann sé meiddur á hné og hafi farið í aðgerð vegna meiðslanna í janúar síðastliðnum.

"Endurhæfingin hefur gengið mjög hægt og það er ekki alveg vitað hvað er að," segir Grétar við fótbolta.net.

Grétar reiknar með því að vera frá keppni í svona tvo mánuði í viðbót. Hann mun hitta sérfræðing í Kanada á næstu dögum vegna meiðslanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×